Körfuboltinn aftur í gang
Njarðvíkingar með firmamót
Körfuboltaaðdáendur geta tekið gleði sína á ný en laugardaginn 31. ágúst mun fara fram firmamót í körfuknattleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Mótið er í höndum meistaraflokks karla, sem er á leið til Danmerkur í septemberbyrjun í keppnisferð. Áætlað er að 10 lið taki þátt í mótinu og verður spilað í tveimur riðlum auk þess sem spilað verður um öll sæti, sem þýðir að öll lið fá fimm leiki.
Fjórir leikmenn eru inná í einu en liðin mega hafa sex leikmenn. Ekki er heimilt að nota leikmenn sem léku í Dominosdeildinni 2012-2013. Þátttökugjald á lið er 25.000 krónur og þarf að skrá lið fyrir 10. ágúst nk á netfangið [email protected] - athugið að fyrstir koma, fyrstir fá inn í mótið svo það er um að gera að skrá strax.