Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 16. september 1999 kl. 15:46

KÖRFUBOLTI

Dúkkulísuleikur í Vesturbænum? Keflvíkingar leika gegn Íslandsmeisturum KR-inga næstkomandi laugardag. Leikurinn skiptir liðin í raun engu, Vesturbæingar eru orðnir Íslandsmeistarar og Keflvíkingar öruggir um stöðu sína í deildinni. Íþróttasíður dagblaðanna hafa fjallað meira um heimkomu KR-inga úr meistaratitlaútlegðinni en margar aðrar íþróttir á ársgrundvelli og buxurnar gerðar að því að fáa þurfi út hefðbundnu byrjunarliði meistarana til að leggja ÍBK í síðasta leiknum, hvíla verði og hlífa styrkustu stoðunum fyrir bikarúrslitaleikinn gegn ÍA. Nú er spurningin, falla okkar menn í stafi af aðdáun, fagna þeir með KR-ingum eða sækja þeir þrjú stig heim í útgerðarbæinn fyrrverandi. Hvorugt liðið fallið úr Úrvalsdeildinni áður Grindvíkingar og Valsmenn kljást í síðustu umferðinni um hvort liðið afrekar það að vera eina liðið sem aldrei hefur fallið úr efstu deild karla í knattspyrnu. Geri liðin jafntefli og Víkingar vinna Framara halda bæði liðin sætum sínum í Landssímadeildinni á kostnað Framara en sigur á annan hvort veginn tryggir hinu liðinu sæti í sögubókunum, í .þ.m. fram á næsta haust. Grindavíkurstúlkur fallnar Kvennalið Grindavíkur stóðst ekki heimavöll FH og tapaði 3-1 í Hafnarfirði á þriðjudagskvöld. Tapið þýðir að Suðurnesjamenn eiga aftur ekkert lið í efstu deild kvenna. Grindavík lenti í næst-neðsta sæti Íslandsmótsins og varð því að leika gegn FH sem varð í öðru sæti í 1. deild. Fyrst var leikið í Grindavík og fóru það leikar 1-1 og því þurfti að leika aftur í Hafnarfirði en þar stóðust Grindavíkurstúlkur ekki pressuna. Úrvalsdeildarsætið tryggt á 90 mínútu Framherjinn Kristján Brooks skoraði sitt níunda mark á tímabilinu og tryggði Keflvíkingum jafnframt sæti í Landssímadeildinni að ári. Markið tryggði Keflvíkingum 1-1 jafntefli gegn ÍBV í leik sem var ekki fyrir augað ef undan eru taldar síðustu 5 mínúturnar. Fram að marki Steingríms Jóhannessonar á 85 mínútu virtist sem bæði lið „væru til í að vinna“ en ekki tilbúin að leggja neitt á sig til þess. og glímukappi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024