Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 19. febrúar 1999 kl. 18:57

KÖRFUBOLTI

Grindvíkingar niður á jörðina Njarðvíkingar halda sínu striki Grindvíkingar sem luku síðustu viku á sigri á toppliði Keflvíkinga lágu 90-71 á Sauðarkróki. Liðið tapaði þar sínum fyrsta leik undir stjórn Einars Einarssonar. ,,Við náðum aldrei að komast í takt við leikinn hverju sem um er að kenna. Nú er bara að vera tilbúnir að mæta Þórsurum á fimmtudag á Akureyri” sagði þjálfarinn sigursæli Einar Einarsson. Keflvíkingar upp á jörðina Keflvíkingar, eftir 2 tapleiki í röð, sigruðu Jón Arnar og Hafnfirðinga hans auðveldlega 107-82 og eru vonandi komnir í gang aftur eftir bikarleikinn. ,,Eftir mjög slakan leik gegn Grindvíkingum náðum við okkur á strik og unnum nokkuð örugglega án þess þó að eiga stórleik” sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga. Njarðvíkingar halda sínu striki Njarðvíkingar sem komust með bæði stigin frá Ísafirði í síðustu viku, sendu Borgnesinga aftur heim í Borgarnes með 107-77 tap á bakinu. ,,Við vorum með 16 stiga forystu í seinni hálfleik þegar einum Borgnesingnum varð það á að slá til Friðriks Stefánssonar án þess að dómararnir veittu því eftirtekt. Í kjölfarið settu mínir menn upp flugeldasýningu og komu muninum í 40 stig á skömmum tíma” sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga. Kvennaboltinn Skilduverkefni hjá Keflavík Einu leikirnir sem einhverju máli skipta í VÍS-deildinni eru innbyrðisviðureignir efstu þriggja liðanna og svo neðstu þriggja liðanna. Efri 3 sigra neðri 3 svo auðveldlega að varla er hægt að tala um keppni. Keflavíkurstúlkur sigruðu ÍR-inga auðveldlega 40-76 eins og við var að búast. Enn áföll hjá Njarðvík Njarðvíkingar, sem berjast við Grindvíkinga um síðasta sætið í úrslitakeppni VÍS-deildarinnar, hafa misst helstu máttarstólpa liðsins. Bandaríska stúlkan Kerri Chatten er farin til sín heima, óánægð með vistina, og Rannveig Randversdóttir er hætt. Njarðvíkingar töpuðu 53-67 gegn toppliði KR í síðasta leik þeirra stallsystra. Grindvíkingar með 7 í fyrri hálfleik Þau eru ekki burðug liðin sem berjast um síðasta sætið í úrslitakeppni VÍS-deildarinnar. Grindvíkingar hljóta að hafa sett einhvers konar met gegn ÍS er þær skoruðu aðeins 7 stig í fyrri hálfleik á eigin heimavelli. Að leikslokum var rúmlega helmingsmunur á liðunum 32-66 og þurftu Stúdínur engan stórleik til. Það verður að segja að Alexandra Siniakova er enginn akkur, nema akkeri væri, fyrir Grindavík, í mesta lagi efnileg fyrir stærðar sakir. Grindvísku stúlkurnar hittu aðeins úr 13 af 51 skotum liðsins í leiknum og töpuðu boltanum í 21 skipti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024