Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Körfuboltaveisla í Keflavík í dag
Sunnudagur 27. september 2009 kl. 10:52

Körfuboltaveisla í Keflavík í dag

Það verður körfuboltaveisla í Toyotahöllinni við Sunnubraut í Keflavík síðdegis þegar þar fara fram tveir leikir í Powerade-bikarnum.

Fyrri leikurinn hefst kl. 17:00 þegar kvennalið Keflavíkur tekur á móti Grindavík. Strax í kjölfarið, eða kl. 19:15 mætir Karlalið Keflavíkur Njarðvíkingum.

Vonast forsvarsmenn körfuknattleiksins á Suðurnesjum til að sjá sem flesta í húsinu til þess að styðja við bakið á sínu liði, ásamt því að fá smjörþefinn af því hvernig liðin eru styrklega séð stödd fyrir veturinn. Miðaverð er 1000 krónur.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024