Körfuboltastúlkur selja kaffi fyrir æfingaferð
Körfuboltastúlkur í 7. og 8. bekk í Keflavík eru að safna fyrir æfingarferð næsta sumar. Í því skyni eru þær að fara af stað með sölu á körfuboltakaffi sem Kaffitár hefur sérblandað fyrir þær af þessu tilefni. Einnig hafa þær til sölu drykkjarmál fyrir heita og kalda drykki sem tilvalið er að nota til að drekka körfuboltakaffið úr. Þrívíddarteiknarinn Davíð Ingi Jóhannsson sá um hönnun útlits. Körfuboltakaffið og drykkjarmálin eru tilvalin í jólapakkann og verða gjafapakkningar til sölu frá 1.500 krónum. Stúlkurnar munu ganga í hús og fyrirtæki og bjóða kaffið til sölu.