Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Körfuboltastelpur á faraldsfæti
Mánudagur 7. júlí 2008 kl. 10:50

Körfuboltastelpur á faraldsfæti

Tvær landsliðsstúlkur í körfubolta frá Reykjanesbæ, þær Telma Lind Ásgeirsdóttir-Keflavík og Ína María Einarsdóttir-Njarðvík, eru þessa vikuna í æfingabúðum í Slóveníu. Þær voru sendar á vegum Körfuknattleikssambands Íslands og er það í
fyrsta skipti sem KKÍ sendir stúlkur í æfingabúðir á vegum sambandsins. Þær eru einu fulltrúar KKÍ frá Íslandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Thelma Lind og Ína María koma frá Slóveníu á föstudaginn og fara beint í undirbúning með U 16 landsliði KKÍ. Tvær aðrar stúlkur frá Njarðvík eru einnig í landsliðinu þær Dagmar Traustadóttir og Heiða Björg Valdimarsdóttir.

Á sunnudaginn halda þær til Mónakó til að taka þátt í C keppni EM. Mótið fer fram 14. til 19.júli n.k. og leikur Ísland í riðli með Albaníu og Gíbraltar.

Myndir: Telma Lind Ásgeirsdóttir og Ína María Einarsdóttir í landsliðbúningnum. Myndir af vef KKÍ.