Körfuboltakona glímudrottning Íslands
Marín Laufey Davíðsdóttir sigraði í fjórða sinn
Körfuboltakonan Marín Laufey Davíðsdóttir leikmaður Keflavíkur, var um helgina krýnd glímudrottning Íslands í fjórða skipti á ferlinum. Marín gekk til liðs við Keflavík árið 2014 en hún er aðeins 20 ára gömul. Hún á að baki leiki í yngri landsliðum í körfboltanum, en hún hefur einnig tekið þátt í landsliðsverkefnum í glímunni. Marín er öflugur frákastari og sterkur varnarmaður í körfuboltanum en hún er greinilega ekkert lamb að leika sér við í glímunni heldur.