Körfuboltagrettur Hraðlestarinnar
Nýjar íþróttafréttir eru af skornum skammti og þá er bara að grafa ofan í gullkistuna eftir fréttum úr fortíðinni. Á árunum 1989 til 2008 urðu Keflvíkingar níu sinnum Íslandsmeistarar í körfuknattleik. Við hjá Víkurfréttum byrjuðum að starfa í sjónvarpi árið 1993 og eitt af fyrstu verkefnunum var að fjalla um Keflavíkurhraðlestina eins og sigursælt lið Keflvíkinga var kallað.
Komið með okkur á tímaflakk til ársins 1993.