KÖRFUBOLTAFRÉTTIR
FRÍTT INN Á LEIKINNÍslenska landsliðið í körfuknattleik leikur gegn Belgum næsta laugardag kl. 16 í Laugardalshöllinni. Fyrirtækin ESSO og SPRITE bjóða landsmönnum frítt á leikinn sem verður frumraun tveggja Njarðvíkinga á heimavelli því Friðrik Ingi Rúnarsson mun þar stýra sínum fyrsta landsleik á heimavelli og Örlygur Sturluson leikur sinn fyrsta landsleik á Íslandi. Jafnframt gefst körfuknattleiksunnendum gott tækifæri til að sjá þá leikmenn sem leika erlendis, Fal Harðarson, Páll Axel Vilbergsson og Herbert Arnarson.Forvitnir um ErmoNokkrir leikmenn Úkraníska landsliðsins hafa haft uppi fyrirspurnir um Grindvíkinginn Alexander Ermolinskij sem er úkranískur að ætterni. Voru menn ánægðir að heyra að karl væri enn „í boltanum” og báðu kærlega að heilsa “að heiman”.Da-daEkki hefur ferðalag íslenska landsliðsins í Úkraníu gengið átakalaust. Flestum fyrirspurnum landsliðsins hefur verið svarað með orðunum „Da-da” bæði með jákvæðum hreim og neikvæðum. Da-da virðist ekki kalla á neinar aðgerðir af hálfu heimamanna og þurftu fararstjórar liðsins t.a.m. að kaupa aukamatarskammt fyrir leikmenn eftir að ósk um ábót (ofan á 1 stk. kjúklingalæri) var svarað með neikvæðu.Ekki fleiri í köttinnKörfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur ákveðið að leika án útlendings fram aðáramótum ef ekki lengur. Ákvörðun þessi var tekin eftir leikmannafund og í ljósi þess að félagið var að reka þriðja útlendinginn það sem af er tímabilinu er bandaríkjamaðurinn Donell Morgan var sendur heim á dögunum. Gunnar Þorvarðarson, formaður körfuknattleiksdeildar, kvað Morgan ekki hafa staðið undir væntingum.Kvennaliði Grindavíkur tókst loks að brjósa ísinn gegn Tindastól síðasta laugardag og uppskáru öruggan sigur 81-47. Strax næsta dag mættu þær Sauðkræklingum öðru sinni og töpuðu 64-55. „Nýliðinn” Svanhildur Káradóttir lék best grindvískra í si urleiknum, skoraði 18 stig og tók 20 fráköst, en þær Sólveig Gunnlaugsdóttir og Sandra Guðlaugsdóttir léku einnig vel og skoruðu 19 stig hvor. Í seinni leiknum var Sólveig Gunnlaugsdóttir langbest, skoraði 26 stig og tók 11 fráköst.