Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Körfuboltaæfingar á Ásbrú
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 29. janúar 2023 kl. 06:08

Körfuboltaæfingar á Ásbrú

Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur býður nú tvisvar í viku upp á körfuboltaæfingar á Ásbrú fyrir iðkendur á aldrinum sex til sjö ára (1.–2. bekkur).

Æft verður í Háaleitisskóla á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 16:00 til 17:00 og æfa strákar og stelpur saman. Æfingarnar eru niðurgreiddar af Heimstaden en auk þess er hægt að ráðstafa frístundastyrk til þess að geta tekið þátt í æfingunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjálfarar eru þau Raquel Laneiro og Sigurbergur Ísaksson.