Konur lærðu sjálfsvörn
Um síðastliðna helgi hélt taekwondo deild Keflavíkur sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur sem var vel sótt. Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði í hagnýtri sjálfsvörn úr algengum aðstæðum. Kennarar námskeiðsins voru Helgi Rafn Guðmundsson og Rut Sigurðardóttir en þau eru bæði með um tveggja áratuga reynslu í sjálfsvarnar-og bardagaíþróttum. Stefnan er að halda annað slíkt námskeið í byrjun janúar enda vakti námskeiðið mikla lukku.