Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 7. apríl 2000 kl. 13:53

Komu heim með silfrið

Lið eldri borgara úr Reykjanesbæ hafnaði í 2. sæti á boccia móti sem haldið var á vegum Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra í Laugardagshöllinni í gær.Fimmtán félagsmiðstöðvar af Stór Reykjavíkursvæðinu tóku þátt í mótinu og verður þetta því að teljast góður árangur hjá okkar fólki. Lið félagsmiðstöðvarinnar Gerðubergi varð í 1. sæti á mótinu, Reykjanesbær í öðru og Árskógar höfnuðu í því þriðja. Mót þetta er haldið tvisvar á ári og er þá keppt um vor- og haustbikar. Lið Reykjanesbæjar hafnaði í 3. sæti á haustmótinu á síðasta ári og liðsmenn þess fullyrða að næst fari þeir heim með gullið. Þjálfari liðsins er Jóhanna Arngrímsdóttir, Jóhann Alexandersson liðsstjóri, Skarphéðinn Agnarsson, Jón Sæmundsson og Hrefna Ólafsdóttir varamaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024