Komu heim með silfrið
Lið eldri borgara úr Reykjanesbæ hafnaði í 2. sæti á boccia móti sem haldið var á vegum Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra í Laugardagshöllinni í gær.Fimmtán félagsmiðstöðvar af Stór Reykjavíkursvæðinu tóku þátt í mótinu og verður þetta því að teljast góður árangur hjá okkar fólki. Lið félagsmiðstöðvarinnar Gerðubergi varð í 1. sæti á mótinu, Reykjanesbær í öðru og Árskógar höfnuðu í því þriðja.Mót þetta er haldið tvisvar á ári og er þá keppt um vor- og haustbikar. Lið Reykjanesbæjar hafnaði í 3. sæti á haustmótinu á síðasta ári og liðsmenn þess fullyrða að næst fari þeir heim með gullið. Þjálfari liðsins er Jóhanna Arngrímsdóttir, Jóhann Alexandersson liðsstjóri, Skarphéðinn Agnarsson, Jón Sæmundsson og Hrefna Ólafsdóttir varamaður.