Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:03

KOMST UPP MEÐ AÐ LEMJA FRIÐRIK

Í fyrri leik Reykjanesbæjar og London Leopards í Evrópukeppninni var bandaríski bakvörðurinn Kenya Capers rekinn af leikvelli fyrir að slá Friðrik Ragnarsson, Njarðvíking. Atvikið var mjög alvarlegt því hann sló til Friðriks aftanfrá og höggið var þungt og ætla hefði mátt að FIBA dæmdi Chapers umsvifalaust í leikbann, jafnvel langt leikbann. Annað kom á daginn og þegar Reykjanesbæjarliðið mætti til leiks í London lék Chapers með og skoraði meira að segja sigurkörfuna. Skýring FIBA á fyrirbærinu var að nóg hefði verið að sekta leikmanninn. Kannski er þarna komin leið fyrir KKÍ að rétta fjárhaginn af endanlega.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024