Komnar á sigurbraut
Keflvíkingar eru loks komnar á beinu brautina í Domino’s deild kvenna í körfubolta eftir að þær höfðu sigur á Skallagrími 75-65 á heimavelli sínum í gær. Brittanny Dinkins gældi við þrennu í frekar þægilegum sigri en hún skoraði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Ekki var hún ýkja langt frá sjaldséðri fernu en hún stal sjö boltum í leiknum. Bryndís Guðmunds skoraði 15 stig og Birna Valgerður 13.
Keflavík-Skallagrímur 75-65 (24-18, 11-12, 22-18, 18-17)
Keflavík: Brittanny Dinkins 25/11 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 15/5 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 8/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Irena Sól Jónsdóttir 2, Elsa Albertsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Embla Kristínardóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0.