Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Komið langleiðina hjá okkur
Föstudagur 25. ágúst 2006 kl. 10:13

Komið langleiðina hjá okkur

Reynismönnum í Sandgerði vantar aðeins eitt stig í 2. deild karla í knattspyrnu til þess að gulltryggja sæti sitt í 1. deild að ári. Sandgerðingar lögðu Selfoss 2-0 að velli á fimmtudagskvöld en Selfyssingar voru fyrir leikinn aðeins þremur stigum á eftir Reyni. Adolf Sveinsson og Darko Milojkovic gerðu mörk Reynis í leiknum.

Mark Darko kom á 14. mínútu leiksins eftir langa sendingu og afgreiddi Darko boltann með glæsibrag og kom Sandgerðingum í 1-0. Skömmu síðar eða á 22. mínútu leiksins kom markahæsti maður deildarinnar, Adolf Sveinsson, Sandgerðingum í 2-0. Reynismenn voru mun betra liðið á vellinum frá upphafi leiks en þegar staðan var orðin 2-0 fóru gestirnir að sækja í sig veðrið.

Reynismenn stóðust áhlaup Selfyssinga og lokatölur urðu því 2-0 eins og áður greinir og nú hafa Sandgerðingar sex stiga forskot á Selfoss í deildinni. Efstir eru Njarðvíkingar með 36 stig, þar næst er Fjarðarbyggð með 35 stig og Reynir í 3. sæti með 32 stig. Í fjórða sæti eru svo Selfyssingar með 26 stig en leikurinn í gær var fyrsti leikur 16. umferðarinnar. Reynismönnum vatnar aðeins eitt stig til þess að komast í 1. deild en næstu leikir Reynis eru gegn toppliðunum Njarðvík og Fjarðabyggð þar sem þeir verða að ná sér í stig.

„Þetta er komið langleiðina hjá okkur,“ sagði Adolf Sveinsson eftir leikinn í gær. „Það þarft allt að ganga á móti okkur til þess að missa af 1. deildinni,“ sagði Adolf sem gert hefur 12 mörk í deildinni í sumar.

Staðan í deildinni

VF-myndir/ Þorgils

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024