Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Komið að úrslitastundu
Laugardagur 22. september 2007 kl. 10:54

Komið að úrslitastundu

Keflavík mætir KR í úrslitaleik VISA bikars kvenna í knattspyrnu á Laugardalsvelli kl. 16:00 í dag. Þetta er í annað sinn sem kvennalið frá Keflavík tekur þátt í bikarúrslitaleik en KR-konur hafa tvívegis unnið bikarinn.

 

Fyrirfram eru KR-ingar taldir mun sigurstranglegri en liðin mættust í lokaleik Landsbankadeildarinnar síðasta mánudag þar sem KR hafði 4-0 sigur.

 

Sala aðgöngumiða er hafin á www.midi.is en frítt verður á völlinn fyrir 16 ára og yngri. Aðgangseyrir fyrir 17 ára og eldri er kr. 1000. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV.

 

Suðurnesjamenn eru hvattir til að fjölmenna í Laugardalinn í dag og styðja rækilega við bakið á Keflavík. Upphitun stuðningsmanna Keflavíkur hefst í K-Húsinu við Hringbraut kl. 13:00 og svo verða fríar sætaferðir til Reykjavíkur kl. 14:30.

 

VF-Mynd/ Hilmar Bragi - Fyrirliðarnir Olga Færseth og Lilja Íris Gunnarsdóttir eigast við í drullusvaðinu á Keflavíkurvelli síðasta mánudag. Þær eiga vafalítið eftir að takast vel á í dag.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024