Komið að stóru stundinni
Úrslitin í Lýsingarbikarkeppni karla og kvenna fara fram í dag í Laugardalshöll í Reykjavík. Kl. 14:00 mætast Íslandsmeistarar Hauka og Keflavík í kvennaleiknum og kl. 16:00 mætast ÍR og Hamar/Selfoss í karlaleiknum.
Töluverð spenna og eftirvænting ríkir eftir leikjunum en þessir úrslitaleikir eru jafnan á meðal stærstu leikja tímabilsins. Actavis hefur boðið 1000 manns á kvennaleikinn og þá mun Lýsing gefa stuðningsmönnum boli í Laugardalshöll með einkennislitum síns félags.
Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu hjá RÚV og þá verður einnig hægt að fylgjast með gangi mála hér á vf.is