Komast Njarðvíkingar í úrslit í kvöld?
Fjórði undanúrslitaleikur Njarðvíkur og Grindavíkur í undanúrslitum
Njarðvíkingar tóku 2-1 forystu á fimmtudag eftir mikinn spennusigur 89-87. Eftir tvo ójafna leiki mættust liðin loks í spennuleik. Í fyrsta leik voru Grindvíkingar teknir í kennslustund en snéru svo við blaðinu í öðrum leik liðanna. Síðasti leikur var því
Einn af lyklunum að Njarðvíkursigri síðasta fimmtudag voru yfirburðir Íslandsmeistaranna í fráköstum. Njarðvíkingar tóku 41 frákast í leiknum gegn 27 frá Grindvíkingum. Gulir hafa þó verið að leysa ágætlega úr sínum málum í teignum og hafa yfirburðir Njarðvíkinga ekki verið jafn mikilir þar og margir héldu. Það sem varð Grindvíkingum að falli í síðasta leik var að aðeins sex leikmenn í liðinu voru að skora og fengu þeir ekki nema 4 stig í leikinn af varamannabekknum. Þá voru aðeins sjö leikmenn í Girndavíkurliðinu sem komu við sögu í leiknum og það er hverfandi möguleiki fyrir þjálfara að ætla sér í gegnum úrslitakeppni á sjö mönnum.
Njarðvíkingar léku á tíu mönnum gegn Grindavík á fimmtudag þar sem fimm leikmenn í liðinu gerðu 10 stig eða meira og þá kom Guðmundur Jónsson feikna sterkur inn af bekknum fyrir Íslandsmeistarana. Njarðvíkingar fengu 20 stig frá bekknum sínum á fimmtudag og hefur Einar verið að dreifa vel mínútunum á hvern leikmann.
Miðað við síðustu viðureignir liðanna má
Njarðvík
Jeb Ivey
Jóhann Árni Ólafsson? Guðmundur Jónsson?
Brenton Birmingham
Igor Beljanski
Friðrik Erlendur Stéfánsson
Grindavík
Þorleifur Ólafsson
Jonathan Griffin
Páll Axel Vilbergsson
Páll Kristinsson
Grindavík-Njarðvík
Leikur 4
Röstin í Grindavík í kvöld kl. 20:00