Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Komast Njarðvíkingar í úrslit í kvöld?
Mánudagur 2. apríl 2007 kl. 13:18

Komast Njarðvíkingar í úrslit í kvöld?

Fjórði undanúrslitaleikur Njarðvíkur og Grindavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar karla fer fram í Röstinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu hjá SÝN. Staðan í einvíginu er 2-1 Njarðvík í vil og takist þeim að landa sigri í kvöld eru þeir komnir inn í úrslitin. Ef Grindavík nær sigri þá jafna þeir metin í 2-2 og þá þarf oddaleik í Ljónagryfjunni.

 

Njarðvíkingar tóku 2-1 forystu á fimmtudag eftir mikinn spennusigur 89-87. Eftir tvo ójafna leiki mættust liðin loks í spennuleik. Í fyrsta leik voru Grindvíkingar teknir í kennslustund en snéru svo við blaðinu í öðrum leik liðanna. Síðasti leikur var því kannski það sem áhorfendur voru að bíða eftir, spenna, hraði og úrslitin réðust ekki fyrr í blálokin.

 

Einn af lyklunum að Njarðvíkursigri síðasta fimmtudag voru yfirburðir Íslandsmeistaranna í fráköstum. Njarðvíkingar tóku 41 frákast í leiknum gegn 27 frá Grindvíkingum. Gulir hafa þó verið að leysa ágætlega úr sínum málum í teignum og hafa yfirburðir Njarðvíkinga ekki verið jafn mikilir þar og margir héldu. Það sem varð Grindvíkingum að falli í síðasta leik var að aðeins sex leikmenn í liðinu voru að skora og fengu þeir ekki nema 4 stig í leikinn af varamannabekknum. Þá voru aðeins sjö leikmenn í Girndavíkurliðinu sem komu við sögu í leiknum og það er hverfandi möguleiki fyrir þjálfara að ætla sér í gegnum úrslitakeppni á sjö mönnum.

 

Njarðvíkingar léku á tíu mönnum gegn Grindavík á fimmtudag þar sem fimm leikmenn í liðinu gerðu 10 stig eða meira og þá kom Guðmundur Jónsson feikna sterkur inn af bekknum fyrir Íslandsmeistarana. Njarðvíkingar fengu 20 stig frá bekknum sínum á fimmtudag og hefur Einar verið að dreifa vel mínútunum á hvern leikmann.

 

Miðað við síðustu viðureignir liðanna má gera ráð fyrir eftirfarandi byrjunarliðum í kvöld.

 

Njarðvík

Jeb Ivey

Jóhann Árni Ólafsson? Guðmundur Jónsson?

Brenton Birmingham

Igor Beljanski

Friðrik Erlendur Stéfánsson

 

Grindavík

Adam Darboe

Þorleifur Ólafsson

Jonathan Griffin

Páll Axel Vilbergsson

Páll Kristinsson

 

Grindavík-Njarðvík

Leikur 4

Röstin í Grindavík í kvöld kl. 20:00

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024