Komast ekki undan því að borga reikninginn
Handknattleiksdómararnir Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhannsson hafa nú dæmt saman í handboltanum í 24 ár en þeir dæma fyrir Keflavík. Á þessum 24 árum þeirra félaga í dómgæslunni hefur margt á þeirra daga drifið og nú um helgina gerðist enn eitt eftirminnilega atvikið þegar formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar reif dómarareikninginn fyrir framan blaðamann Fréttablaðsins og lét hafa eftir sér að dómararnir hefðu eyðilagt tímabil Stjörnunnar í deildarkeppninni. Stjarnan lá gegn Fram 25-29 í Ásgarði en þetta var deildarleikur liðanna sem mætast svo í bikarúrslitaleik um næstu helgi.
,,Þeir slétta örugglega úr þessum reikning því þeir komast ekki undan því að borga hann,” sagði Hafsteinn léttur í bragði þegar Víkurfréttir slóu á þráðinn og inntu hann eftir því hvort hann ætlaði að senda Stjörnunni annan dómarareikning þar sem formaðurinn hefði rifið þann upprunalega.
,,Þetta var strax eftir leikinn og mönnum örugglega eitthvað heitt í hamsi. Þessi leikur var harður og liðin mætast í bikarúrslitum næstu helgi. Það var erfitt að dæma þennan leik um helgina því þetta var meira en bara venjulegur deildarleikur í ljósi bikarúrslitanna um næstu helgi,” sagði Hafsteinn.
Félagarnir Gísli og Hafsteinn hafa dæmt saman í 24 ár og hefur þeim vegnað vel í dómgæslunni. ,,Það hefur verið nóg að
Mynd af www.akureyri-hand.is
Gísli Hlynur gefur gult spjald á Akureyri fyrr á þessari leiktíð.