Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 30. nóvember 2001 kl. 09:31

„Kom verulega á óvart hvað það var erfitt að eiga við bæjaryfirvöld“

Um síðustu helgi fór fram bikarmót IFBB þar sem keppt var um Hreystis-bikarinn. Líkamsræktarstöðin Lífstíll sá um mótið sem að sögn Pálma Þórs Erlingssonar, frmakvæmdastjóra Lífstílls tókst glymrandi vel.
Lífstíll er umboðsaðili IFBB hér á svæðinu og ákveðið var að mótið skyldi haldið í Keflavík fyrir um fjórum mánuðum. Mótið er einn stærsti viðburðurinn í fitness geiranum sem haldið er árlega og stefnir Pálmi á það að halda mótið í Reykjanesbæ að ári. „Við ætlum að halda mót að ári hvort sem bæjaryfirvöld taka þátt í því eða ekki en það kom okkur verulega á óvart hvað það var erfitt að eiga við bæjaryfirvöld“, segir Pálmi sem er ekki ánægður með svörinn sem hann fékk. „Þegar mótið var haldið á síðasta ári þá var húsfyllir á Bradoway en við erum að koma með stóran íþróttaviðburð hingað á svæðið sem gefur af sér tekjur.“

Grunnskólamót árlegur viðburður
Tveir mánuðir fóru í að undirbúa mótið en auk þess sem bikarmótið var haldið var haldið fitnessmót fyrir unglinga í grunnskólum Reykjanesbæjar en þetta var fyrsta slíka mótið sem haldið er á Íslandi. „Það kom okkur rosalega á óvart hvað áhuginn var mikill hjá krökkunum því það var nánast húsfyllir og ég vildi óska að við hefðum getað undirbúið okkur betur“, segir Pálmi en það kom aðstandendum mótsins einnig á óvart hvað unglingarnir og þá sérstaklega stelpurnar stóðu sig vel. Að mótinu loknu var ákveðið að svona mót skyldi vera haldið á hverju ári og þá jafnvel að reyna að fá fleiri skóla inn á það.

Stærsta liðið frá Suðurnesjum
BIkarmótið fór einnig ótrúlega vel fram en 29 karlar og 9 konur tóku þátt. „Áhugi á fitness er mjög mikill í Keflavík og því kjörið að halda svona mót hér“, segir Pálmi. „Stærsta liðið kom frá okkur en þar voru 14 manns sem tóku þátt.“ Arnar Grant sigraði í karlaflokki en annar varð Guðni Freyr Sigurðsson og í því þriðja Gunnar Benediktsson. Í fyrsta sæti í kvennaflokki varð Freyja Sigurðardóttir, í öðru Heiðrún Sigurðardóttir og Una Dóra Þorbjörnsdóttir í því þriðja.
„Ég vil koma þakklæti til þeirra sem styrktu okkur í þessu en einnig eiga starfsmenn íþróttahússins og þeir sem stóðu að keppninni og dansara miklar þakkir skilið“, segir Pálmi sem er sáttur við útkomuna þrátt fyrir skilningsleysi yfirvalda.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024