Köld tuska frá Degi - segja Grindvíkingar
Körfuknattleiksmaðurinn Dagur Kár Jónsson sem leikið hefur með Grindvíkingum í Domino’s deildinni hefur gengið til liðs við Stjörnuna í Garðabæ. Grindvíkingar lýstu yfir vonbrigðum með ákvörðun Dags því hann hefði gefið það út að hann yrði áfram hjá félaginu. „Kom þessi ákvörðun hans því eins og köld tuska framan í KKD Grindavíkur og setur plön deildarinnar varðandi næsta vetur í ákveðið uppnám,“ segir í yfirlýsingu körfuknattleiksdeildar á Facebook.