Kolbrún Júlía Íslandsmeistari
Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman varð Íslandsmeistari í hópfimleikum með liði sínu, Gerplu, um síðustu helgi. Íslandsmótið fór fram í Laugardalshöll. Í hópfimleikum er keppt í dýnuæfingum, gólfæfingum og æfingum á trampólíni.
Kolbrún er úr Reykjanesbæ og æfði lengi vel með Fimleikadeild Keflavíkur. Síðasta haust keppti hún með íslenska landsliðinu í hópfimleikum á Evrópumeistaramóti í Slóveníu og vann liðið til bronsverðlauna.