Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 13. febrúar 2002 kl. 20:35

Knattspyrnuvertíðin hefst 20. maí

Grindvíkingar mæta KR-ingum á útivelli en Keflvíkingar fá Fram í heimsókn þegar flautað verður til leiks í efstu deild karla í knattspyrnu mánudaginn 20. maí. Daginn ber upp á annan í hvítasunnu.Fjórir leikir hefjast klukkan 17 þann dag: Keflavík-Fram, KR-Grindavík, ÍA-Þór og KA-ÍBV. Fyrstu umferðinni lýkur klukkan 20 en þá eigast við FH og Fylkir.
Önnur umferð deildarinnar verður öll leikin laugardaginn 25. maí, kjördag. Þá eigast við kl. 14 Grindavík-Fram, ÍBV-Keflavík, Fylkir-KA og Þór-FH. Klukkan 16 leika síðan KR og ÍA.
Í þriðju umferðinni þriðjudaginn 28. maí eigast við ÍA-Grindavík, Keflavík-Fylkir, Fram og ÍBV og daginn eftir leika FH-KR og KA-Þór.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024