Knattspyrnuskóli Keflavíkur fyrir 1.-6. bekk
Dagana 10.-24. júní verður sérstakur knattspyrnuskóli hjá Keflavík fyrir alla krakka í 1.-6. bekk. Starfið hjá knattspyrnudeild Keflavíkur hefur sjaldan verið blómlegra. Uppbygging æfinga hjá öllum yngri flokkum félagsins er unnin útfrá sömu hugmyndafræðinni. Gríðarleg áhersla er lögð á tækniþjálfun og að allir
fái notið sín.
Í knattspyrnuskólanum skín hugmyndafræði starfsins í gegn hvar æfingarnar snúast um að þjálfa upp færni og sköpunargleði hjá iðkendum, kenna góðan íþróttaanda og virðingu fyrir allt og öllu og umfram allt bjóða upp á lærdómsríkt umhverfi sem mætir best þjálfunarmarkmiðunum.
Heiðar Birnir Torleifsson er yfirþjálfari hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur og mun hann hafa yfir umsjón með skólanum. Póstfang heiðars er [email protected].
Mikil áhersla er lögð á tækniæfingar eins og sjá má í myndböndum hér að neðan.