Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrnumót grunnskólanna í Reykjaneshöll
Þriðjudagur 30. september 2003 kl. 11:30

Knattspyrnumót grunnskólanna í Reykjaneshöll

Knattspyrnumót grunnskólanna í Reykjanesbæ var haldið í Reykjaneshöll mánudaginn 29. september. Mótið var haldið annað árið í röð og öttu kappi úrvalslið úr 8. - 10. bekk skólanna. Einnig var keppt í stúlknaflokki í fyrsta sinn.
Holtaskóli bar sigur úr býtum í stúlknaflokki, vann báða sína leiki og hlaut 4 stig. Myllubakkaskóli varð í öðru sæti með 1 stig og hagstæðari markatölu en Heiðarskóli sem hlaut einnig eitt stig. Heiðarskóli vann öruggan sigur í drengjaflokki annað árið í röð. Þeir hlutu fullt hús stiga, unnu alla sína leiki. Í öðru sæti varð Njarðvíkurskóli með 4 stig, í því þriðja var Holtaskóli með 2 stig og lestina rak Myllubakkaskóli, segir á vef Reykjanesbæjar.

 

VF-ljósmynd: Kristín Njálsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024