Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrnudeild Njarðvíkur boðar til fundar
Þriðjudagur 22. mars 2016 kl. 13:10

Knattspyrnudeild Njarðvíkur boðar til fundar

- Vegna ummæla Guðmundar Steinarssonar um Bonneau

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum VF hefur stjórn Knattspyrnudeildar Njarðvíkur boðað til fundar síðdegis í dag þar sem málefni Guðmundar Steinarssonar verða til umræðu, en þjálfarinn lét frá sér Twitterfærslu um meiðsli Stefan Bonneau leikmanns körfuboltaliðs Njarðvíkur. Aðdáendur og leikmenn körfuboltaliðsins voru ósáttir við þessi ummæli Guðmundar og hefur málið talsvert verið rætt á samfélagsmiðlum í dag.

Uppfært: Jón Einarsson formaður Knattspyrnudeildar Njarðvíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að stjórn ætli að heyra í Guðmundi varðandi málið en hann er væntanlegur erlendis frá í kvöld. Hann staðfesti að málið verði rætt innan stjórnar í kjölfarið. Hann sagði ennfremur að almenn ánægja ríki með störf Guðmundar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengd frétt: Ummæli knattspyrnuþjálfara valda titringi