Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrna:Suðurnesjamenn í U17
Þriðjudagur 29. júlí 2008 kl. 13:57

Knattspyrna:Suðurnesjamenn í U17

Þrír drengir af Suðurnesjum eru í Svíþjóð ásamt leikmönnum U17 ára landsliðsins að keppa á Norðurlandamóti U17 landsliða.
Keppnin fer fram í Bohuslän, sem er hérað norðan Gautaborgar á vesturströnd Svíþjóðar. Hópurinn gistir á Bohusgården hótelinu í Bohuslän. Ísland er í B-riðli með Norðmönnum, Englendingum og Finnum. Í A-riðli eru Danir, Færeyingar, Skotar og Svíar.
 
Drengirnir eru Andri Fannar Freysson, Njarðvík, Aron Elís Árnason, Reynir S og Árni Freyr Ásgeirsson, Keflavík. Þeir Andri Fannar og Árni Freyr voru í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik liðsins í gær á móti Noregi. Leiknum lauk með sigri Norðmanna 4-1.


Í dag spila þeir við Englendinga kl. 16:00 að íslenskum tíma og hefur Lúkas Kostic gert fjórar breytingar á liðinu og mun Andri Fannar byrja á bekknum ásamt Aroni Elíasi en Árni Freyr er í byrjunarliðinu.
 
Upphaflega voru fjórir drengir frá Suðurnesjum en Sigurbergur Elíasson, frá Keflavík, varð fyrir því óláni að meiðast á hné og gat því ekki tekið þátt í mótinu. Skagamaðurinn Andri Adolphsson kom inn í hópinn í stað Sigurbergs.
Að sögn föðurs Sigurbergs, Elíasar Kristjánssonar, er ekki um alvarleg meiðsl að ræða, læknar hafa ekki fundið neitt alvarlegt en hann finnur til í hnénu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurbergur er ný orðin 16.ára og búin að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik með Keflavík. Hann var í byrjunarliði Keflavíkur á móti Breiðablik 30.júní sl og spilaði í 50.mínútur.