Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrna: Símun framlengir hjá Keflavík
Laugardagur 12. júlí 2008 kl. 14:37

Knattspyrna: Símun framlengir hjá Keflavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Símun Samuelsen hinn snjalli leikmaður Keflvíkinga hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeildina og gildir samningurinn í þrjú ár. Símun er fastamaður í landsliði Færeyja. Símun hefur verið hjá Keflavík síðan árið 2005 og svo skrapp hann einnig til Noregs og spilaði þar með Notodden um tíma. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir alla sem koma að knattspyrnunni hér og mikill fengur fyrir okkar sterka hóp. Símun líður vel í Keflavík og hefur komið sér vel fyrir með sína eiginkonu og barn.

Það voru Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnu deildarinnar og Símun sem skrifuðu undir samninginn í gærkvöldi að viðstöddum Kristjáni þjálfara og stjórnarfólki deildarinnar.