Knattspyrna: Ómar frá vegna meiðsla
Ómar Jóhannsson, markvörður úrvalsdeildarliðs Keflvíkinga í knattspyrnu, leikur ekki með liðinu á næsta keppnistímabili. Hann þarf um miðjan mars að gangast undir aðgerð vegna þrálátra meiðsla í öxl. Talið er víst að hann verði ekki í leikhæfu ástandi fyrr en í fyrsta lagi næsta haust.
Til greina kom að framkvæma aðgerðin síðastliðið haust, strax eftir keppnistímabilið, en samkvæmt læknisráði var ákveðið að gera það ekki. Ómar segir þetta áfall og segist treysta hinum unga Magnúsi Þormar í marki Keflavíkur í sumar. Við ræðum við Ómar í prentútgáfu VF á morgun.
---
Mynd/Jón Örvar/keflavík.is – Markvörðurinn knái, Ómar Jóhansson, þarf að taka sér frí frá boltanum vegna meiðsla.