Knattspyrna: Njarðvík vann Grindavík í æfingaleik
Njarðvík sigraði Grindavík 4 - 3 í æfingaleik í Reykjaneshöll í fyrrakvöld. Grindvíkingar náðu forystunni snemma í fyrri hálfleik með marki Gests Gylfasonar, en Eyþór Guðnason jafnaði fljótlega með góðum skalla. Samkvæmt heimasíðu Njarðvíkur skiptust liðin á að sækja eftir það og mikill hraði og harka einkenndi leikinn. Gunnar Örn Einarsson kom Njarðvík yfir en Grindvíkingar náðu að jafna er Sinisa Kekic skoraði úr vítaspyrnu. Eyþór gerði annað mark sitt og þriðja mark Njarðvíkinga undir lok fyrri hálfleiks, en Grindvíkingar náðu að jafna í byrjun þess seinni þegar Paul McShane skoraði. Gunnar Örn skoraði síðasta mark leiksins sem reyndist sigurmarkið.
Mörk Njarðvíkur: Eyþór Guðnason (2), Gunnar Örn Einarsson (2).
Mörk Grindavíkur: Gestur Gylfason, Sinisa Kekic, Paul McShane.