Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrna M.fl. karla: Grindavík sigraði 1-0
Föstudagur 8. ágúst 2008 kl. 11:07

Knattspyrna M.fl. karla: Grindavík sigraði 1-0

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar sigruðu Fjölni á útivelli í gærkvöldi. Markið kom á 74 mínútu beint úr aukaspyrnu frá Grétari Ólafi Hjartarsyni en hann gekk nýverið aftur í raðir Grindvíkinga. Grétar skoraði annað mark sitt  í tveimur leikjum sem hann hefur spilað fyrir Grindavík í sumar.

Grindvíkingar sitja nú í 8.sæti sem með 20 stig eftir 14 umferðir. Næsti leikur er gegn Breiðablik næstkomandi mánudag en leikir þessara liða hafa verið mikil skemmtun undanfarin ár. 

Grindvíkingar sigruðu síðustu viðureign liðanna í deildinni fyrr í sumar með 6 mörkum gegn 3 mörkum blika.