Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrna: Leikir dagsins
Miðvikudagur 30. júlí 2008 kl. 15:03

Knattspyrna: Leikir dagsins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Knattspyrnuleikir dagsins:
1.deild:  Njarðvíkingar eiga útileik við Fjarðabyggð og verður leiknum lýst beint á heimasíðu Njarðvíkur. Leikurinn hefst kl. 18:00.
Njarðvík situr í neðsta sæti deildarinnar með 7 stig eftir arfaslakt gengi í sumar. Þeir gerðu jafntefli í síðasta leik og nú er að sjá hvernig viðureignin fer í kvöld gegn Austfirðingum. Fjarðabyggð eru nú þjálfaralausir eftir að Magna Fannbergi Magnússyni var sagt upp. Tveir leikmenn Fjarðabyggðar yfirgáfu einnig félagið, má því búast við töluverðum breytingum á liðinu í dag.

2.deild: Reynir Sandgerði – ÍH kl. 20:00 á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði.
Reynismenn eru komnir með liðsauka því í dag gengu Þorfinnur Gunnlaugsson, Páll Guðmundsson og Alexander Hafþórsson í Reyni frá Grindavík. Þeir eru allir löglegir í leikinn gegn ÍH og munu án efa styrkja liðið mikið.

Grótta – Víðir Garði á Gróttuvelli kl.20:00.  Víðismönnum hefur gengið vel í sumar og eru í þriðja sæti með 25 stig, þremur stigum á eftir Aftureldingu.
Gróttumenn eru í 8.sæti með 15 stig og þurfa virkilega á sínum stigum að halda til að koma sér uppúr botnbaráttunni.

1.deild kvenna: GRV spilar við ÍR á útivelli. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari GRV mætir með liðið í toppbaráttuleik á ÍR völl í kvöld kl.20:00. Með sigri í þeim leik fara þær í 18 stig og verða þá aðeins 3 stigum á eftir ÍR sem trjónir í efsta sæti riðilsins.


Mynd af vef UMFN.IS