Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 9. desember 2003 kl. 12:34

Knattspyrna: Jóhann B. æfir með Keflavík

Jóhann B. Guðmundsson, atvinnumaður í knattspyrnu, æfir þessa dagana með sínu gamla liði Keflavík. Jóhann er laus allra mála hjá Lyn í Noregi þar sem hann hefur spilað síðustu þrjú ár og er að leita fyrir sér erlendis að nýju liði. Hann fer m.a. til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Örgryte í næsta mánuði.

 

Hann hefur lýst því yfir að hann sé ekki á leiðinni heim til að spila, en segir við Morgunblaðið: „Ég hef ekki hugleitt það að ráði að snúa aftur til Íslands, en ef það gerist yrði mitt fyrsta félag, Keflavík, að sjálfsögðu ofarlega á blaði.“

 

Að auki má minnast á það að Morten Olesen, danski markvörðurinn sem var til reynslu hjá Keflvíkingum í síðustu viku, stóð sig vel á þeim stutta tíma sem hann hafði, en forráðamenn Keflavíkur fara sér þó í engu óðslega og hyggjast gefa sér góðan tíma til að taka ákvörðun um framhaldið og líta aðeins betur í kringum sig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024