Knattspyrna: Helgi Arnarson hættur með Njarðvík
Á heimasíðu Njarðvíkinga kemur fram að stjórn Knattsyrnudeildar Njarðvíkur ákvað í dag að rifta samningi sínum við Helga Arnarson þjálfara meistaraflokks.
Stjórn deildarinnar vill þakka Helga Arnarsyni fyrir störf hans fyrir deildina á sl. tveimur keppnistímabilum og óskar honum farsældar og gæfu á komandi árum. Í framhaldi af því réð deildin Marko Tanasic þjálfara meistaraflokks og hóf hann störf í kvöld og stjórnar leik liðsins gegn Víking Ól á morgun.
Mynd: Marko Tanasic og Sighvatur Gunnarsson stjórnarmaður handsala samninginn.Af vef UMFN.