Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrna: Guðmundur orðinn þriðji leikjahæstur
Föstudagur 25. september 2009 kl. 10:00

Knattspyrna: Guðmundur orðinn þriðji leikjahæstur


Leikur Keflavíkur gegn Þrótti í Laugardalnum var 179. leikur Guðmundar Steinarssonar fyrir Keflavík í efstu deild.  Guðmundur er orðinn þriðji leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi og er kominn upp fyrir Gunnar Oddsson og Óla Þór Magnússon.  Næstur er Þorsteinn Bjarnason með 180 leiki þannig að ef Guðmundur tekur þátt í síðasta deildarleik sumarsins jafnar hann Þorstein í 2.-3. sæti.  Efstur er hins vegar Sigurður Björgvinsson sem lék hvorki fleiri né færri en 214 leiki fyrir Keflavík í efstu deild á árunum 1976-1994.
Heimsíða Keflavíkur www.keflavik.is greinir frá þessu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024