Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 17. febrúar 2004 kl. 15:49

Knattspyrna: Grindavík vann Breiðablik í æfingaleik

Grétar Hjartarson, markakóngur úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu 2002, virðist óðum vera að ná sér eftir erfið meiðsli og skoraði tvö mörk um síðustu helgi þegar Grindavík sigraði Breiðablik, 4:0, í æfingaleik í Fífunni. Sinisa Kekic og Ray Anthony Jónsson skoruðu hin mörkin. Grétar hefur verið á skotskónum góðu í æfingaleikjum að undanförnu, en um næstu helgi hefst fyrsta mót leiktíðarinnar þegar Deildarbikarinn fer í gang.

Á laugardaginn eigast Þór frá Akureyri og Grindavík við í Boganum á Akureyri ásamt því sem Njarðvíkingar munu mæta Íslandsmeisturum KR í Egilshöll. Keflavík leikur við Þrótt Reykjavík í Reykjaneshöllinni á sunnudaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024