KLÚÐRUÐU STIGUM Á ÓLAFSFIRÐI
Grindvíkingar töpuðu 2-1 gegn Leiftursmönnum í leik sem minnsta kosti hefði átt að gefa eitt stig. Jens Martin Knudsen, markvörður Leiftursmanna, var öðrum fremur maðurinn á bakvið sigur sinna manna. Hann varði óhemjuvel og m.a vítaspyrnu frá Grétar Hjartarsyni sem gaf þar frá sér tækifærið á ellefta marki tímabilsins og efsta sætinu í markakóngsslagnum. Albert Sævarsson var bestur Grindvíkinga og verður ekki sakaður um mörkin tvö. „Leikurinn þróaðist þannig að í stöðunni 1-1 sóttum við of stíft og fengum í kjölfarið á okkur klaufamark sem reyndist sigurmark Leiftursmanna „sagði Hjálmar Halllgrímsson Grindvíkingur. „Það var sárt að misnota vítaspyrnuna því þetta var aðeins annað vítið sem við fáum á tímabilinu. Það er útaf fyrir sig alveg óborganlegt hve sjaldan dómararnir sjá sér ástæðu til að finna að því að brotið sé á sóknarmönnum okkur í vítateignum.“