Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Klókur Njarðvíkingur
Veigar Páll er klókur körfuboltamaður.
Mánudagur 7. apríl 2014 kl. 15:27

Klókur Njarðvíkingur

Skemmtileg karfa í 7. flokki karla

Njarðvíkingurinn Veigar Páll Alexandersson skoraði ansi hreint skemmtilega körfu um helgina þegar keppni í 7. flokki drengja fór fram. Veigar nýtti sér þá andstæðing sinn þegar Njarðvíkingar áttu innkast með því að láta boltann skoppa af baki hans. Karfan er fullkomlega lögleg en til þess að bolti komist í leik nægir að einhver leikmanna snerti hann, sama í hvoru liðinu sá leikmaður er. Þetta var sannarlega klókur leikur hjá Veigari en hann skoraði auðvelda körfu í kjölfarið eins og sjá má í myndbandi frá leiknum sem hér fylgir með.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024