Klaufalegt jafntefli Njarðvíkur
Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu í gærkvöldi þegar þeir misstu unninn heimaleik niður í 2-2 jafntefli gegn Haukum. Þeirra bíður því hörð fallbarátta í 1. deildinni.
Eyþór Guðnason kom Njarðvíkingum yfir á 24 mín og stóðu leikar þannig í hálfleik. Haukamenn jöfnuðu í byrjun seinni hálfleiks þar sem Arnar Steinn Einarsson var á ferð.
Friðrik, markmaður Njarðvíkinga, kom í veg fyrir að Haukar kæmust yfir þegar hann varði frá sóknarmanni Hauka sem var kominn einn inn fyrir vörnina.
Sókn Njarðvíkinga þyngdist nokkuð eftir það en á 83. mín skoraði Guðni Erlendsson magnað mark beint úr aukaspyrnu á vinstri kanti. Boltinn sveif að marki í háum boga og skoppaði inn fyrir línuna án þess að nokkur kæmi við hann.
Njarðvíkingar virtust hafa leikinn í höndum sér og hefðu getað bætt þriðja markinu við, en markvörður Hauka sá við föstum skalla sóknarmanns Njarðvíkur. Reiðarslagið kom hins vegar á 88 mín þegar Arnar Steinn Einarsson skoraði sitt annað mark fyrir Hauka og staðan var jöfn á ný.
Njarðvík er sem stendur í sjöunda sæti 1. deildarinnar en gætu endað í fallsæti eftir að 15. umferð lýkur um helgina.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Eyþór Guðnason kom Njarðvíkingum yfir á 24 mín og stóðu leikar þannig í hálfleik. Haukamenn jöfnuðu í byrjun seinni hálfleiks þar sem Arnar Steinn Einarsson var á ferð.
Friðrik, markmaður Njarðvíkinga, kom í veg fyrir að Haukar kæmust yfir þegar hann varði frá sóknarmanni Hauka sem var kominn einn inn fyrir vörnina.
Sókn Njarðvíkinga þyngdist nokkuð eftir það en á 83. mín skoraði Guðni Erlendsson magnað mark beint úr aukaspyrnu á vinstri kanti. Boltinn sveif að marki í háum boga og skoppaði inn fyrir línuna án þess að nokkur kæmi við hann.
Njarðvíkingar virtust hafa leikinn í höndum sér og hefðu getað bætt þriðja markinu við, en markvörður Hauka sá við föstum skalla sóknarmanns Njarðvíkur. Reiðarslagið kom hins vegar á 88 mín þegar Arnar Steinn Einarsson skoraði sitt annað mark fyrir Hauka og staðan var jöfn á ný.
Njarðvík er sem stendur í sjöunda sæti 1. deildarinnar en gætu endað í fallsæti eftir að 15. umferð lýkur um helgina.
VF-mynd/Þorgils Jónsson