Kláruðu leikinn í fyrri hálfleik
Íslandsmeistarar Breiðabliks hófu leikinn með sterkan vind í bakið á Keflavíkurvelli í gær og nýttu sér meðbyrinn starx í upphafi leiks. Keflavíkurkonur áttu í vök að verjast en börðust hetjulega gegn sterkum Blikastúlkum sem nældu sér í þrjú stig á Keflavíkurvelli eftir 3-1 sigur.
Snemma leiks fengu Keflavíkurkonur dæmda á sig vítaspyrnu sem Edda
Heimakonur mættu grimmar til seinni hálfleiks og á 57. mínútu gerði Nína Ósk Kristinsdóttir eina mark Keflavíkur í leiknum og minnkaði muninn í 3-1. Þrátt fyrir nokkur ágætisfæri tókst Keflavík ekki að skora og því höfðu Blikar 3-1 sigur.
Næsti leikur Keflavíkurkvenna er gegn KR á KR velli þann 30. maí.
VF-mynd/ Jón Örvar - www.keflavik.is