Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 15. ágúst 2003 kl. 21:11

Kláruðu dæmið í fyrri hálfleik

Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með vægast sagt skelfilegt Haukalið þegar liðin mættust í 14. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Þegar slakur dómari leiksins hafði flautað leikinn af höfðu heimamenn skorað 5 mörk en gestirnir úr Hafnarfirði ekkert. Mörk Keflavíkur skoruðu Þórarinn Kristjánsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Kristján Jóhannsson, Scott Ramsey og hinn gríðaröflugi bakvörður Guðjón Antóníusson. Hér eru 15 myndir úr leiknum!Keflvíkingar hafa heldur betur verið á skotskónum í síðustu tveimur leikjum, skorað 9 mörk en ekki fengið eitt einasta mark á sig.
Keflvíkingar styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með sigrinum og eru nú með 33 stig, fimm stigum á undan Þór sem er í 2. sæti.

Svipmyndir úr leik Keflavíkur og Hauka
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024