Kláraði sveittan Villa eftir að hafa afgreitt Njarðvíkinga
Þröstur Leó fékk Villaborgara beint í klefann eftir leik
Keflvíkingurinn Þröstur Leó Jóhannsson leikmaður Þórs Akureyri átti frábæran leik þegar hans menn unnu góðan sigur á Njarðvík í Domino’s deild karla í gær. Þröstur var sjóðandi heitur í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 19 stig og hitti úr 80% skota sinna.
Þröstur nýtti ferðina suður vel og verðlaunaði sig veglega eftir leikinn með keflvískasta skyndabita sem um getur, en kappinn fékk afhentan volgan Villaborgara með öllu beint eftir leik, hann hafði ekki einu sinni fyrir því að sturta sig áður en borgarinn fékk að finna fyrir því. Kristján eldri bróðir Þrastar skellti meðfylgjandi mynd af Þresti og borgaranum á Facebook þar sem hann hafði á orði að Þröstur hefði sjálfsagt verið að hugsa um einn sveittan allan leikinn, en myndin féll vel í kramið hjá Suðurnesjamönnum enda borgarinn sívinsæll á svæðinu.