Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Kkd. UMFG gerir nýja samninga við fjóra styrktaraðila
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 12. apríl 2024 kl. 14:05

Kkd. UMFG gerir nýja samninga við fjóra styrktaraðila

Skrifað var undir nýja styrktarsamninga við fjór styrktaraðila í hálfleik í fyrsta leik Grindavíkur gegn Tindastóli í 8-liða úrslitum Subway deildar karla í gær.

Samningarnir eru til tveggja ára, þeir eru við fyrirtækin Einhamar Seafood, Þorbjörn, Vísi og Hautak. Ingibergur Þór Jónasson, formaður Kkd. UMFG, var hæstánægður með samninginn.

„Þessir samningar gefa okkur byr undir báða vængi og staðfesta að við getum haldið afreksstarfinu gangandi næstu árin en það er mjög mikilvægt fyrir grindvískt samfélag. Þetta hefur verið eitt af sameiningartáknum okkar í vetur og það er mjög ánægjulegt að svo muni áfram verða. Ég er ofboðslega þakklátur þessum fyrirtækjum, það er ljóst að án þeirra væri þetta illmögulegt,“ sagði Ingibergur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024