KKD Keflavíkur: Iðkendur eldri en 15 ára í líkamsrækt í Perlunni
Barna- og Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur býður unglingum 15 ára og eldri sem æfa með félaginu að mæta á lyftingaræfingar í Perlunni í sumar.
Umsjón með æfingunum hefur Örn Steinar Marínósson, einkaþjálfari, og er hægt að skrá sig með því að mæta í Perluna í dag á milli 4 og 6 (16-18) eða með því að hafa samband við Kristínu í Kóda í síma 863-7011.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur