Kjartan Másson: Okkur vantar stemmninguna frá áhorfendum
Það er á brattan að sækja hjá Keflvíkingum í knattspyrnunni og lokaumferðin gegn Grindvíkingum í Símadeildinni í knattspyrnu er upp á líf og dauða, þ.e. hvort Keflavík falli niður í 1. deild. Kjartan Másson þjálfari er kokhraustur fyrir leikinn í viðtali við Víkurfréttir. Um fótboltann í Keflavík í sumar segir hann: Við erum bara ekkert að upplifa neina stemningu eins og KR er til dæmis að gera þegar það spilar. Okkur vantar stemninguna frá áhorfendum.Nú spáðir þú liðinu Evrópusæti í upphafi leiktíðar. Hvernig líst þér á stöðuna núna?
Ég held ennþá að við getum náð Evrópusæti og það verður hver og einn að hugsa það. Þeim var spáð illa en ég trúði því að það tækist og ég vildi ekki taka undir neikvæðar spár. Þeir þola náttúrulega ekki endalausa neikvæðni.
Nú byrjaði liðið mjög vel. Hvað gerðist?
Við gerðum jafntefli í fyrsta leiknum og unnum þá tvo sem á eftir komu og við fáum svipað af stigum út úr báðum umferðum. Þessi jafntefli eru að fara illa með okkur, en við erum með flest jafntefli og erum ekki búnir að tapa mjög mikið af leikjum. Ég held því líka fram að við séum dæmdir niður og dæmin sanna það. Það eru allir sammála því að það var mark á móti FH sem var svo dæmt af okkur. Það eru allir sammála því að við áttum vítaspyrnu gegn KR sem var tekin af okkur og það var líka vítaspyrna hérna á móti KR sem var tekin af okkur. Þetta er það sem allir sjá. Þetta er ekkert vafamál og dómararnir viðurkenna þetta. Keflavíkurliðið er líka ungt og það eru 4 eða 5 leikmenn sem hafa fengið að spila í meistaraflokki en hafa ekki áður æft með meistaraflokki.
Hver er ástæðan fyrir mjög slæmu gengi á heimavelli?
Við unnum Fylki hér heima í ágætisleik, við unnum ÍBV hérna heima og við höfum gert töluvert af jafnteflum hérna. Við erum bara ekkert að upplifa neina stemningu eins og KR er til dæmis að gera þegar það spilar. Okkur vantar stemninguna frá áhorfendum.
Nú var Guðmundur Steinarsson að skora ágætlega þegar þú settir hann í vörn. Af hverju settirðu hann í vörnina?
Hann var búinn að skora tvö mörk þegar ég vildi reyna hann í vörninni. Sendingarnar hans nýttust ekki nógu vel eins og við ætluðum og hann var kannski ekki eins afgerandi og við bjuggumst við.
Menn gagnrýna hugarfar leikmanna fyrir síðasta leik. Hvað viltu segja um það?
Pressan er orðin það mikil á þeim að það er erfitt að brjóta hugarfarið upp og þeir ráða kannski ekki almennilega við hana. Það er líka stórt atriði að þegar leikmaðurinn lítur upp í stúku og þar er allt tómt. Það hefur mikil áhrif á hugarfar leikmanna. Þegar fólk flykkist á völlinn, þá gengur betur.
Hvernig verður Grindavíkurleikurinn? Hvernig ætlarðu að stappa liðinu saman?
Við erum mikið saman. Liðsandinn er góður í liðinu miðað við hvernig okkar staða er. Fyrir Grindavíkurleikinn förum við út að borða saman og okkur er boðið í bíó í Keflavík. Síðan hittumst við um morguninn, borðum og verðum saman fram að leik. En það sem skiptir máli er að sjá stuðningsmenn liðsins á leiknum á laugardaginn.
Er eitthvað búið að ræða þína framtíð hjá félaginu?
Það var rætt áður en ég byrjaði. Ég bað um að þetta yrði eins stutt og hægt væri og að ég fengi aðstoð þegar liði á tímabilið. Ég ætlaði mér aldrei að vera lengur en þetta tímabil.
Ég held ennþá að við getum náð Evrópusæti og það verður hver og einn að hugsa það. Þeim var spáð illa en ég trúði því að það tækist og ég vildi ekki taka undir neikvæðar spár. Þeir þola náttúrulega ekki endalausa neikvæðni.
Nú byrjaði liðið mjög vel. Hvað gerðist?
Við gerðum jafntefli í fyrsta leiknum og unnum þá tvo sem á eftir komu og við fáum svipað af stigum út úr báðum umferðum. Þessi jafntefli eru að fara illa með okkur, en við erum með flest jafntefli og erum ekki búnir að tapa mjög mikið af leikjum. Ég held því líka fram að við séum dæmdir niður og dæmin sanna það. Það eru allir sammála því að það var mark á móti FH sem var svo dæmt af okkur. Það eru allir sammála því að við áttum vítaspyrnu gegn KR sem var tekin af okkur og það var líka vítaspyrna hérna á móti KR sem var tekin af okkur. Þetta er það sem allir sjá. Þetta er ekkert vafamál og dómararnir viðurkenna þetta. Keflavíkurliðið er líka ungt og það eru 4 eða 5 leikmenn sem hafa fengið að spila í meistaraflokki en hafa ekki áður æft með meistaraflokki.
Hver er ástæðan fyrir mjög slæmu gengi á heimavelli?
Við unnum Fylki hér heima í ágætisleik, við unnum ÍBV hérna heima og við höfum gert töluvert af jafnteflum hérna. Við erum bara ekkert að upplifa neina stemningu eins og KR er til dæmis að gera þegar það spilar. Okkur vantar stemninguna frá áhorfendum.
Nú var Guðmundur Steinarsson að skora ágætlega þegar þú settir hann í vörn. Af hverju settirðu hann í vörnina?
Hann var búinn að skora tvö mörk þegar ég vildi reyna hann í vörninni. Sendingarnar hans nýttust ekki nógu vel eins og við ætluðum og hann var kannski ekki eins afgerandi og við bjuggumst við.
Menn gagnrýna hugarfar leikmanna fyrir síðasta leik. Hvað viltu segja um það?
Pressan er orðin það mikil á þeim að það er erfitt að brjóta hugarfarið upp og þeir ráða kannski ekki almennilega við hana. Það er líka stórt atriði að þegar leikmaðurinn lítur upp í stúku og þar er allt tómt. Það hefur mikil áhrif á hugarfar leikmanna. Þegar fólk flykkist á völlinn, þá gengur betur.
Hvernig verður Grindavíkurleikurinn? Hvernig ætlarðu að stappa liðinu saman?
Við erum mikið saman. Liðsandinn er góður í liðinu miðað við hvernig okkar staða er. Fyrir Grindavíkurleikinn förum við út að borða saman og okkur er boðið í bíó í Keflavík. Síðan hittumst við um morguninn, borðum og verðum saman fram að leik. En það sem skiptir máli er að sjá stuðningsmenn liðsins á leiknum á laugardaginn.
Er eitthvað búið að ræða þína framtíð hjá félaginu?
Það var rætt áður en ég byrjaði. Ég bað um að þetta yrði eins stutt og hægt væri og að ég fengi aðstoð þegar liði á tímabilið. Ég ætlaði mér aldrei að vera lengur en þetta tímabil.