Kjartan Már Kjartansson og Árni Sigfússon kljást í hringnum í nýjum boxsal BAG
Boxklúbburinn BAG opnaði formlega í gær, laugardag, nýja aðstöðu í sama húsnæði og Reebok stöðin var áður. Sá salur er töluvert stærri og hentar betur fyrir boxklúbbinn sem er orðinn gríðarlega stór og ekkert lát virðist á fjölgun í hann. Fólki var boðið að þiggja glæsilegar veitingar og skoða sig um í nýja salnum. Einnig voru á boðstólnum íþróttadrykkir. Mikið fjölmenni var samankomið á staðnum og fékk fólk að prófa sig á púðunum.Fólk varð vitni að óvæntu atriði þegar oddvitar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Már Kjartansson og Árni Sigfússon brugðu á leik með því að fara í hringinn og boxa örlítið en það var þó mjög saklaus slagur.






