Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kjartan Einarsson kominn heim
Þriðjudagur 8. mars 2005 kl. 11:30

Kjartan Einarsson kominn heim

Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í morgun er Kjartan Einarsson 36 ára, knattspyrnumaður kominn aftur á heimaslóðir eftir tíu ára fjarveru en hann gekk frá félagaskiptum þangað úr Víkingi í Ólafsvík í gær.

Kjartan, sem er 36 ára miðjumaður, lék með Keflvíkingum frá 1985 til 1995, að undanskildu einu ári með Reyni í Sandgerði og einu með KA. Hann lék með Breiðabliki frá 1996 til 2004 og síðasta sumar var hann í liði Ólafsvíkinga. Kjartan hefur leikið 278 deildaleiki á ferlinum og skorað 97 mörk, og þar af á hann að baki 167 leiki í efstu deild og hefur þar gert 37 mörk.

Kjartan hefur spilað 3 A-landsleiki og 4 U-21.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024