Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kinga Korpak er meðal þeirra bestu í Evrópu í sínum aldursflokki
Miðvikudagur 29. júlí 2015 kl. 07:00

Kinga Korpak er meðal þeirra bestu í Evrópu í sínum aldursflokki

Samkvæmt síðunni European Golf Rankings er Kinga Korpak í fjórða sæti yfir bestu kylfinga í flokki stúlkna 12 ára og yngri. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Kingu og Golfklúbb Suðurnesja, en Kinga hefur verið að gera stórkostlega hluti í keppni undanfarin tvö ár þrátt fyrir ungan aldur.

Hún hafnaði t.a.m. í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik fyrir rúmri viku síðan eftir bráðabana. Kinga leiddi Íslandsmótið og var fagnað sem sigurvegara í lok móts en fékk dæmt á sig víti eftir keppni, sem leiddi til bráðabana sem hún tapaði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024