Kiddi dómari og Ingó Langbestir
Annað stigamót sumarsins hjá Golfklúbbi Suðurnesja, Langbest-mótið, fór fram í fyrradag á Hólmsvelli í Leiru. Metþátttaka var en tæplega 90 manns léku golf í fínu veðri. Allir voru ræstir út í einu en það er tilraunafyrirkomulag hjá mótanefnd með hluta stigamótanna í sumar. Úrslit:Kristinn Óskarsson 41Ingólfur Karlsson 41 Stefán Guþjónsson 40 Íbsen Angantýsson 39 Davíð Jónsson 38 Elmar Eðvaldsson 38 KonurHelga Auðunsdóttir 39 Magdalena S.Þórisdóttir 35 Ólafía Sigurbergsdóttir 34 Þáttakendur voru alls 84 talsins en mótið fór fram með því fyrirkomulagi að ræst var út á öllum teigum samtímis kl. 18:00 og var leik lokið rúmlega tíu. Það var Ingólfur Karlsson veitingamaður á Langbest sem gaf verðlaun í mótinu. Hann tók jafnframt þátt í mótinu sem gestur og gerði sér lítið fyrir og lék á sama punktafjölda og Kristinn.