Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 20. maí 1999 kl. 23:24

KICKBOX Í PERLUNNI

Sólbaðs- og þrekmiðstöðin Perlan í Keflavík innleiddi nýja íþrótt á Suðurnesin sl. þriðjudag en þá hófst „Sparkhnefaleikakennsla“ í umsjá Þórarins„Tóta“Ingasonar í fyrsta sinn á Suðurnesjum. Kickbox er sambland af tækni úr bardagalist og boxi annars vegar og þolfimi hins vegar. Kraftmiklar æfingar undir dynjandi tónlist einkenna æfingarnar, snöggar handhreyfingar, spörk og fleiri þekktar box og bardagalistaæfingar. Æfingarnar krefjast einbeitingar, tækni, samhæfingar og jafnvægis og er góð tilbreyting frá hefðbundnum þolfimitímum fyrir bæði kynin. Átökunum og einbeitingu fylgir sviti og brennsla auk liðleika og styrks. Þórarinn Ingi er 28 ára með margra ára reynslu í karate og stundaði kickbox í Englandi í eitt og hálft ár. Perlan býður upp á frían prufutíma á þriðjudögum og fimmtudögum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024